Jólahamur eša -harmur?

Ég er ekki farin aš skreyta fyrir jólin.  Ég er ķ verkfalli.  Žaš eyšileggur fyrir mér jólastemninguna aš sjį allar žessar jólaskreytingar allt aš 2 mįnušum fyrir jól Angry.  Fyrir mig hefst undirbśningur jólanna rétt fyrir 1. sunnudag ķ ašventu. 

Ašventan į aš vera tilhlökkunarefni, ekki streituvaldur, en žaš er erfitt fyrir marga aš slaka į fyrir jólin.  Lķfsgęšakapphlaupiš ķ hįmarki, auglżsingarnar velta yfir fólk: "Žig vantar......", "....enginn getur veriš įn....." o.s.frv.  Žaš er bśinn til einhver skortur og tómarśm sem mörgum finnst žeir žurfa aš fylla upp ķ meš gķfurlegu magni af gjöfum til fjölskyldu, vina og vandamanna.

Mķn uppskrift aš stresslausri ašventu og jólum er žessi:

Jólagjafir eru keyptar į tilbošum og śtsölu allt įriš um kring og lagt til hlišar žar til kemur aš žvķ aš žurfi aš fara aš pakka inn.  Žar meš sparar mašur bęši peninga og tķma rétt fyrir jólin. 

Mašur getur lķka śtbśiš, föndraš, sķn eigin jólakort allt įriš um kring, 5 stk. ķ einu, og svo ķ lok nóvember byrjaš aš skrifa į žau persónulegar kvešjur, eša senda lķtiš bréf sem segir frį žvķ helsta sem į dag fjölskyldunnar hefur drifiš žetta įriš, ein mynd eša tvęr (allt eftir óskum) segir lķka margt.  Žetta į kannski meira viš žį sem ekki hafa hist lengi, eša bśa ķ śtlöndum, eins og ég, en žaš finnst öllum gaman aš fį persónulegar kvešjur um jólin.

Smįkökubakstur er ekki alvarlegt mįl į mķnu heimili, viš erum ekkert mikiš smįkökufólk og ef mann langar allt ķ einu ķ smįkökur, mį alveg kaupa 1-2 góša pakka į žokkalegu verši til aš eiga.  Ef mašur hefur orku og tķma eru piparkökur alltaf jólalegar og ég hef tekiš upp į žeim siš aš baka Sörur, sem viš njótum svo į ašventunni, ekki į sjįlfum jólunum žvķ žį hefur mašur hreinlega ekki plįss fyrir žęr.

Ķ vikunni fyrir 1. sunnudag ķ ašventu kaupi ég inn fyrir föndriš fyrir ašventukrans og/eša dagatalakerti.  Śtbż žetta svo ķ sömu viku, svo aš žaš sé tilbśiš žegar sunnudagurinn skellur į.  Į laugardeginum er svo skreytt śti viš og į sjįlfan sunnudaginn er svo eitthvaš athafst meš börnunum, spilaš į spil, fariš ķ göngutśr/bķltśr og svo er eitthvaš gott meš kaffinu s.s. vöfflur, pönnukökur, eša eitthvaš įlķka.

Ķ vikunni fyrir 2. sunnudag ķ ašventu föndra ég eitthvaš smįlegt, geng frį jólakortunum og sendi. 

Reyni, ef ég er ekki aš vinna (vaktavinna) aš gera eitthvaš meš börnunum hvern sunnudag ķ ašventu.  Hvaš gert er er žeirra val.

Allsherjarhreingerning er śtilokuš.   Jólahreingerningin er eins og öll önnur hreingerning.  Ef gluggarnir eru mjög skķtugir žvę ég žį aš utan og innan til aš geta betur notiš jólaskreytinganna śti fyrir. 

Vikunni fyrir jól förum viš svo og veljum jólatré (sögum nišur okkar hjį jólatrjįabónda). 

Žann 22. desember er jólatréš tekiš inn og žaš lįtiš standa og opna sig, klįraš aš skreyta hśsiš aš innan hįtt og lįgt.  Žann 23. desember skreytum viš jólatréš og sjóšum hangikjötiš (sem borša į į jóladag).  Žann 24. desember er svo hęgt aš sofa ašeins fram į morgun eša žar til žarf aš setja kalkśninn ķ ofninn. 

Viš žurfum bara aš hafa žaš ķ huga aš jólin koma, hvort sem žaš er allt ķ óreišu eša allt pśssaš og pent.  Žaš sem viš žurfum aš muna eftir er hvort annaš og glešin viš žaš aš vera saman og eiga žį aš sem viš gerum.  Žaš er kannski vęmiš og "klént" aš segja aš kęrleikurinn er žaš sem jólin ganga śt į, en žannig er žaš fyrir mig og žį vil ég bara vera vęmin og "klén". Joyful

En žaš er ansi erfitt aš eiga hin fullkomnu jól og aš stressa sig ekki og oftar en ekki rennur skipulagiš śt ķ sandinn, en žį hefur mašur aš minnsta kosti gert tilraun til aš eiga afslöppuš jól, mašur getur jś bara gert sitt besta, ekki satt?

 KNŚZ fram aš nęstu fęrslu.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband